Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 513 svör fundust

Hvers vegna kemur olíubrák á vatn?

Í fullri lengd var spurningin sem hér segir:Allir vita að þegar að olía blandast vatni þá kemur regnbogalituð brák á vatnið. Hvað veldur þessari brák og hversvegna er hún endilega regnbogalituð?Olía er eðlisléttari en vatn og leysist ekki upp í því. Þess vegna flýtur olían á vatni í flekkjum og myndar þunnar himnu...

Nánar

Hvað eiga menn við þegar þeir 'leggja höfuðið í bleyti'?

Við notum orðasambandið 'að leggja höfuðið í bleyti' til dæmis þegar við ætlum að hugsa eitthvað vel og lengi eða brjóta eitthvað vandamál til mergjar. Ef vinkona okkar spyrði til dæmis spurningarinnar: "Dettur þér eitthvað í hug til að koma Háskóla Íslands í hóp 100 bestu háskóla í heiminum?" Þá væri ekkert vitla...

Nánar

Getur vatn verið þurrt?

Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...

Nánar

Hvers vegna er þrumuveður sjaldgæfara á Íslandi en í öðrum löndum?

Vegna þess að stöðugleiki lofts er meiri hér á landi heldur en á suðurslóðum. Stöðugleiki er mælkvarði á tregðu lofts til að hreyfast lóðrétt. Því meiri sem stöðugleikinn er því tregara er loftið til uppstreymis. Þrumuveður myndast í stórum skúra- eða éljaklökkum sem oft eru þá kallaðir þrumuklakkar eða þrumusk...

Nánar

Getur fóstur í móðurkviði gefið frá sér hljóð?

Fóstur í móðurkviði þroskast innan í líknarbelgnum sem er fullur af legvökva og er staðsettur inni í legi móðurinnar. Fóstrið þroskast því inni í vökvafylltu rými þar sem loft kemst ekki að. Loftskipti fóstursins fara fram í gegnum blóðrás móður, en þaðan fær það einnig næringu sína. Raddböndin byrja að þroskas...

Nánar

Hvernig myndast hvirfilbyljir?

Hvirfilbyljir eru mjög hvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins. Þeir myndast þar sem loft er mjög óstöðugt, þar sem hlýtt loft er undir köldu lofti, til dæmis í grennd við þrumuveður. Á litlu svæði verður mikið uppstreymi og í stað loftsins sem streymir upp, leitar loft inn að miðju uppstreymis...

Nánar

Hvað er loft?

Þegar við tölum um loft eigum við vanalega um lofthjúpinn sem er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Hann varð líklega til á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum og það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Ste...

Nánar

Hvað eru til margir kraftar?

Hér er væntanlega átt við hversu margar tegundir krafta séu til, því að ýmiss konar kraftar verka milli flestra hluta og það mundi æra óstöðugan að ætla sér að telja þá! Í venjulegri, hefðbundinni aflfræði er mest fjallað um togkrafta, þrýstikrafta, núningskrafta, þyngdarkrafta og fleira. Í rafsegulfræði lærum ...

Nánar

Hvað er vindur eða vindorka og hvernig verður vindurinn til?

Orka frá sólinni hitar andrúmsloftið ójafnt upp. Kalt loft inniheldur fleiri loftsameindir en heitt loft og er þar af leiðandi þyngra. Kalt loft fellur því í andrúmsloftinu og myndar háþrýstisvæði á meðan heita loftið rís og myndar lágþrýstisvæði. Loftið reynir að ná jafnvægi, þannig að loftsameindir hreyfast frá ...

Nánar

Fleiri niðurstöður